Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2011 10:01

Reykhóladagar byrja í dag

Reykhóladagar, bæjarhátíð íbúa Reykhólahrepps, byrja í dag fimmtudaginn 4. ágúst. Hátíðin hefst í kvöld með bíósýningu þar sem Ólafur A. Gíslason úr Skáleyjum leiðir gesti í gegnum tvær kvikmyndir sem teknar voru 1959 og 1967 og sýna lífið í eyjunum og hvernig ýmis verk voru unnin. Margt verður til skemmtunar á Reykhóladögum og eru skemmtiatriði að langmestu leyti í höndum heimamanna. Dagskráin er ekki síst sniðin að þörfum yngri kynslóðarinnar. Á föstudag er til dæmis myndlistarsýning frá krökkunum í sveitinni. Heimalningar og hestar verða í heimsókn hjá Báta- og hlunnindasýningunni og teymt verður undir krökkum frítt. Farið verður í ratleik þar sem 2-3 eru saman í liði. Þá er kassabílakeppni og ýmislegt fleira á dagskránni fyrir börnin.  

 

 

 

 

Mikið verður um skreytingar á Reykhóladögum þar sem hvert svæði er merkt ákveðnum lit. Íbúar Reykhólahrepps bjóða heim í súpu og annað góðgæti og verða húsin merkt til að auðvelda leitina að súpunni. SjávarSmiðjan verður með smakk á nytjum sjávarins. Báta- og hlunnindasýningin verður með sjávarréttasúpu án sjávarrétta. Tendrað verður í grillunum í Hvanngarðabrekkunni og spurningakeppni Reykhólahrepps verður í íþróttahúsinu þar sem öllum er boðið að skrá lið.

Á laugardagsmorgun verður siglt út í Flatey. Tumi bóndi á Reykhólum og Þorvaldur úr Hvallátrum sýna fólki hvernig á að verka sel og vinna fugla fyrir uppstoppun. Einnig verður selasmakk. Steinar og Sirrý í Álftalandi bjóða í heilgrillað lamb og sveitamarkaður verður í SjávarSmiðjunni. Þá verður hin árlega dráttarvélakeppni við Báta- og hlunnindasýninguna þar sem gamalreyndar dráttarvélar og þroskaðir ökumenn sýna leikni sína. Grundarbræður munu mæta með keppnisdráttarvélina og sjá um að allt fari vel fram. Karl- og kvenskörungaleikar fara fram á Reykhóladögum þar sem karl og kona þurfa að vera saman í liði og leysa skemmtilegar þrautir eins og þarahlaup, rokhlaup og fleira.

 

Sameiginlegur kvöldverður verður í íþróttahúsinu á laugardagskvöld þar sem leikarinn Örn Árnason annast veislustjórn, Leikfélagið Skrugga sér um skemmtiatriði

og heimamenn um tónlistaratriði. Seinna um kvöldið verður síðan dansleikur. Reykhóladögum lýkur síðan á sunnudag, en þá verður m.a. ókeypis inn á báta- og hlunnindasýningin og handverks-, nytja- og bókamarkaður í gamla Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is