Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2011 03:01

Vesturlandsslagur í 1. deild karla á morgun

Á morgun taka Víkingar í Ólafsvík á móti ÍA í 15. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Skagamenn hafa verið á fljúgandi siglingu í allt sumar og hafa unnið alla leiki utan einn, en sá leikur endaði með eitt-eitt jafntefli gegn Víkingum í fyrri umferð mótsins. Þeir eru nú með sextán stiga forystu á Hauka sem eru í þriðja sæti deildarinnar en tvö efstu sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í úrvalsdeild karla á næsta tímabili. Skagamönnum ættu að duga níu stig til viðbótar að því gefnu að Haukum gangi vel í næstu leikjum og auðvitað minna, gangi Hafnfirðingum illa. Ólsarar sigla hinsvegar lygnan sjó um miðja deildina og eru sex stigum frá fallsæti en níu stigum frá toppsæti. Það þarf því margt að ganga upp til þess að þeir geti blandað sér í toppbaráttuna en að sama skapi þurfa þeir að passa sig á því að sogast ekki í fallbaráttu en 6-9 stig í næstu fjórum leikjum ættu að tryggja sæti þeirra í deildinni. Staða liða í deildinni er frekar jöfn ef topplið ÍA og botnlið HK eru ekki tekin með í reikningum og allt getur gerst.

Heimir Einarsson, fyrirliði ÍA, tekur út leikbann í leiknum á morgun en segir að sér lítist vel á það sem framundan er. „Við þurfum að fá að minnsta kosti sex stig til viðbótar, þá erum við nokkuð öruggir upp. Leikurinn gegn Víkingi verður erfiður og þeir eru alls ekki auðveldir viðureignar. Það sást vel í leiknum hérna á Akranesi fyrr í sumar, þar sem við gerðum jafntefli. Það er bara verst að ég verð ekki með,” segir Heimir og tekur fram að það sé þó ekki bara markmið að fara upp. „Nú erum við komnir í þá stöðu að við eigum góðan möguleika á að sigra deildina og því stefnum við ótrauðir að því. Svo væri það líka frábært að fara taplausir í gegnum deildina, ég man ekki eftir því að eitthvað lið hafi áður farið taplaust í gegnum 1. deild karla. Við eigum líka möguleika á því að setja stigamet, svo við verðum alls ekki saddir ef okkur tekst að tryggja úrvalsdeildarsæti á næstunni. Að lokum vil ég hvetja alla Skagamenn til að mæta á völlinn og fjölmenna. Ólsarar láta vel í sér heyra og stuðningurinn sem við höfum fengið í sumar er ómetanlegur. Vonandi verðu bara áframhald á því,” segir fyrirliði ÍA, Heimir Einarsson.

 

Leikur Víkinga og ÍA fer fram á morgun, föstudaginn 5. ágúst og hefst klukkan 19:00 á Ólafsvíkurvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is