Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2011 08:01

Vinnslubúnaður frá Skaganum reynist vel

"Tilkoma blástursfrystisins gerir okkur kleyft að frysta stærsta makrílinn, sem við hefðum ella ekki getað unnið með góðu móti. Ef við hefðum ekki haft blástursfrystinn hefðum við átt í erfiðleikum með að uppfylla vinnsluskylduna á makríl en samkvæmt reglugerð ráðuneytisins þurfum við að vinna a.m.k. 70% makrílaflans til manneldis,“ segir Magnús Róbertsson vinnslustjóri hjá HB Granda á Vopnafirði, en undanfarið hafa unnið um 120 manns í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði. Stór hluti vinnslubúnaðarins í frystihúsinu á Vopnafirði var smíðaður hjá Skaganum á Akranesi.

 

 

 

Unnið var á fullu í frystingu á síld og makríl í uppsjávarfrystihúsi HB Granda um verslunarmannahelgina og að sögn Magnúsar verður ekkert slegið af fyrr en í haust þegar lokið verður við að veiða úthlutaðar veiðiheimildir í síld og makríl.

 

Magnús segir að nýi blástursfrystirinn hafi skipt sköpum við vinnsluna, en stærsti hluti vinnslubúnaðarins var smíðaður hjá Skaganum á Akranesi nema lausfrystirinn. Skessuhorn greindi frá því fyrr í sumar að hjá Skaganum væri unnið að þróun nýrrar tækni við frystingu á stærri makríl, plötufrysti. Þeir frystar eru nú til reynslu hjá Síldarvinnslunni á Norðfirði og standa vonir til að þeir muni ekki reynast síður vel en blástursfrystingin, enda þurfa afköst vinnslunnar að vera gríðarlega mikil meðan á hávertíðinni stendur. Plötufrystarnir frá Skaganum verða kynntir á Sjávarútvegssýningunni í næsta mánuði sem fram fer í Kópavogi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is