05. ágúst. 2011 09:01
Þorkell Þorkelsson ljósmyndari í Borgarnesi hefur sett upp sölusýningu í Gallerí Gersemi við Brákarbraut 10 þar sem hann sýnir sautján ljósmyndir sem hann tók í Búrma árið 2004. Sýningin er sölusýning og rennur allur ágóði af sölu myndanna óskiptur til Sómalíusöfnunar Rauðakross Íslands. Þessar myndir voru á sýningu í Gerðasafni fyrr á þessu ári. Myndirnar eru unnar á besta fáanlegan pappír og rammaðar inn í svartan ramma í stærðinni. 75x75 cm. Hver mynd kostar 100.000 krónur. Myndirnar, ásamt myndatextum, má sjá á Facebókarsíðu Gallerí Gersemi.