Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2011 03:00

Andlát - Birgir Þorgilsson fv. ferðamálastjóri

Borgfirðingurinn Birgir Þorgilsson fv. ferðamálastjóri er látinn 84 ára að aldri. Birgir var fæddur á Hvanneyri 1927 en fluttist með foreldrum sínum í Reykholt þegar Héraðsskólinn var byggður þar árið 1931. Í Reykholti ólst hann upp, var fyrst í farskóla í sveitinni og eftir það við nám við Héraðsskólann. Eftir það lá leiðin í Samvinnuskólann og enn síðar til náms í Ollerup í Danmörku þaðan sem hann útskrifaðist sem íþróttakennari líkt og faðir hans Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum í Kjós hafði einnig gert. Móðir Birgis var Halldóra Sigurðardóttir frá Fiskilæk í Melasveit.

Birgir starfaði aldrei við kennslu íþrótta en tók hins vegar virkan þátt í þeim, meðal annars varð hann þrisvar sinnum Íslandsmeistari í handknattleik með Fram og átti sæti í fyrsta landsliði sem Ísland átti í handbolta. Birgir starfaði eftir nám sitt alla tíð að ferðamálum. Fyrst hjá Flugfélagi Íslands, sem síðar varð Flugleiðir, og urðu árin hans hjá fyrirtækinu 32. Birgir sat í Ferðamálaráði frá fyrsta fundi þess 1964 til ársins 1981 þegar hann gerðist markaðsstjóri Ferðamálaráðs. Árið 1985 var hann skipaður ferðamálastjóri og gegndi því starfi til 1993 og var eftir það fjögur ár formaður Ferðamálaráðs. Þá gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir ferðaþjónustuna bæði hér heima og erlendis. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ragnheiður Gröndal.

 

Birgir Þorgilsson var fyrir nokkru spurður um það í blaðaviðtali hvernig honum hugnaðist  þróun ferðþjónustu hér á landi, meðal annars að hingað stefndi í að ein milljón ferðamanna kæmu á ári. Þar sagði hann að landið bæri ekki slíkan fjölda. Hvorki náttúran né að til væri sá fjöldi af hæfu starfsfólki sem við greinina þyrftu að starfa. Taldi hann slíkan fjölda ferðamanna fela í sér of mikla áhættu en greinin væri í eðli sínu áhættusöm og yrði alltaf viðkvæm fyrir sveiflum af ýmsu tagi. Birgir var m.a. talsmaður þess að lagðir yrðu umhverfisskattar á ferðaþjónustu og ættu þeir að vera hæstir á sumrin. Hingað til lands ætti að fá ferðafólk sem gæti borgað vel fyrir þjónustu og þannig yrði lögð áherslu á gæði fremur en magn við uppbyggingu greinarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is