Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2011 10:39

Ólafsvíkingar verði erfiðir heim að sækja fyrir Skagamann

“Eins og í öllum öðrum leikjum stefnum við á sigur í Ólafsvík," segir Gary Martin framherjinn eitraði í liði ÍA en Skagamenn sækja Víkinga heim í kvöld. “Víkingur er eina liðið sem hefur náð stigum af okkur í sumar með 1:1 jafntefli á Akranesi. Þannig að þeir verða erfiðir á sínum heimavelli, en við erum samt staðráðnir í því að landa öllum stigunum og stefnum á sigur. Við verðum því að vera á tánum og ná okkar besta leik og á það stefnum við,” segir Gary Martin í viðtali á heimasíðu ÍA.  “Þetta hefur verið frábært keppnistímabil hjá okkur í sumar og ég hef virkilega notið þess að vera hérna á Skaganum. Vonandi náum við að tryggja sæti okkar í úrvalsdeildinni í allra næstu leikjum og verður leikurinn í Ólafsvík vonandi skref í þá átt,” segir framherjinn knái sem var í strangri gæslu Brynjars Kristmundssonar í leiknum á Skaganum í sumar, en Brynjar verður fjarri góðu gamni í kvöld, hefur gengið til liðs við Valsmenn. 

Spurningin er því hver verður settur til höfuðs Gary í leiknum í kvöld, en búast má við hörkuviðureign á Ólafsvíkurvelli. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is