Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2011 02:51

Byggðarráð krefur Orkuveituna um tafarlausa lausn á neysluvatnsskorti

Byggðarráð Borgarbyggðar hélt sinn tvöhundruðasta fund í gær. Í tilefni tímamótanna var fundurinn haldinn í Reykholti. Þar bar ýmislegt á góma og meðal annars neysluvatnsmál í Reykholtsdal en ítrekað hefur skort vatn á bæjum og þéttbýliskjörnunum Reykholti og Kleppjárnsreykjum undanfarin ár. Tilefni þess að byggðarráð tók málið upp á afmælisfundi sínum var bréf Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar vegna vatnsöflunar til slökkvistarfa í Reykholti.  Byggðarráð tók á fundinum heilshugar undir áhyggjur slökkviliðsstjórans og þakkaði honum árverkni hvað varðar úrbætur í brunavörnum í Reykholtsdal. Þá var samþykkt harðorð bókun í garð Orkuveitu Reykjavíkur sem haft hefur lausn málsins á sínu borði undanfarin fimm ár án þess að bót fengist.

 

 

 

 

 

„Allt frá árinu 2006 hefur Orkuveita Reykjavikur leitað leiða til að bæta úr bágbornu ástandi í neysluvatnsmálum í Reykholtsdal og loks virðist lausn í sjónmáli, en mælingar sýna að vatnslind í landi Steindórsstaða muni fullnægja vatnsþörf á svæðinu,“ segir í bókun byggðarráðs og vísar þar í nýjar rennslismælingar Þórarins Skúlasonar bónda á Steindórsstöðum sem sýna að vatnslindin skili 8,3 lítrum af úrvalsvatni á sekúndu, eða sem svarar 717 tonnum af vatni á sólarhring. „Því krefst byggðarráð Borgarbyggðar þess að Orkuveita Reykjavíkur hefji framkvæmdir við nýja vatnsveitu í Reykholtsdal nú þegar og tryggi íbúum og fyrirtækjum nægjanlegt vatn.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is