08. ágúst. 2011 07:01
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í liðinni viku var rætt um atvinnumál í sveitarfélaginu. Fram kemur í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar að dregið hafi úr atvinnuleysi í Borgarbyggð á síðasta ári og fækkaði fólki í atvinnuleit um 19% á milli mánaðanna júní 2010 og júní 2011. Nú eru atvinnulausir 63 í sveitarfélaginu, 30 karlar og 33 konur.