Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2011 08:36

Jafntefli í Vesturlandsslag þriðju deildar

Kári tók á móti Grundarfirði í sannkölluðum Vesturlandsslag í C riðli þriðju deildar á Akranesvelli í blíðskapar veðri laugardaginn 6. ágúst síðastliðinn. Fyrir þennan leik voru Káramenn í fjórða sæti riðilsins með 22 stig og Grundarfjörður í öðru sæti með 28 stig en lakari markatölu heldur en Álftanes sem var á toppnum en hafði þó leikið einum leik meira.

Ljóst var að bæði lið ætluðu sér sigur í þessum leik en með sigri hefði Kári blandað sér í toppbaráttuna af miklum krafti. Kári byrjaði leikinn vel því leikurinn var ekki nema átta mínútna gamall þegar Gísli Freyr Brynjarsson fékk góða sendingu inn fyrir sem hann kláraði vel og kom Kára í 1-0. Við þetta mark vöknuðu Grundfirðingar aðeins og fóru að sækja meira en Kári beitti hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 38. mínútu að Grundfirðingar fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og Heimir Þór Ásgeirsson býr sig undir að taka hana. Hann spyrnir knettinum beint upp í samskeytin og inn, óverjandi fyrir Eyþór í marki Kára. Staðan var því 1-1 á hálfleik og allt í járnum.

 

 

 

 

Síðari hálfleikurinn byrjaði nánast eins og sá fyrri. Kári komst yfir á 56. mínútu með marki frá Herði Kára Harðarsyni sem skoraði með skalla. Eftir þetta mark duttu Káramenn aðeins aftar og Grundarfjörður fór að sækja meira. Það var svo á 71. mínútu að Gísli Freyr Brynjarsson nældi sér í tvö gul spjöld með tveggja mínútna millibili og var sendur í sturtu. Það var svo í uppbótartíma sem Tryggvi Hafsteinsson átti góða fyrirgjöf fyrir markið sem Steinar Már Ragnarsson náði að pota í og koma boltanum í markið og jafna metin 2-2. Mikil dramatík á Akranesvelli og Grundfirðingar tryggðu sér gríðarlega dýrmætt stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Aðeins eru tvær umferðir eftir og nægir Grundarfirði sigur í annarri þeirra til að tryggja sig áfram. Þeir mæta Álftanesi næst og eiga svo annan Vesturlandsslag á heimavelli þegar að þeir fá Skallagrím í heimsókn í síðustu umferðinni. Þeir eru á toppi C riðils með 29 stig. Álftanes koma næstir með 28, svo Berserkir með 27 og Kári með 23 stig.

Kári á leik við Skallagrím næst í Borgarnesi og tekur svo á móti Birninum á heimavelli í síðustu umferðinni. Káramenn verða að treysta á hagstæð úrslit ef þeir ætla að eiga einhvern möguleika á úrslitakeppninni en sá möguleiki er mjög veikur. Það er því ljóst að það verður spenna í þessum riðli allt fram á síðasta dag en baráttan er á milli Grundarfjarðar, Álftaness og Berserkja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is