Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2011 11:55

Efna til rathlaups í Garðalundi næstkomandi fimmtudag

Í sumar hefur verið starfrækt á vegum Akranesstofu tilraunaverkefnið Ævintýrafélagið. Félagið í samstarfi við Rathlaupfélagið Heklu í Reykjavík efnir næstkomandi fimmtudag til rathlaups í Garðalundi á Akranesi. Boðið verður upp á tvær vegalengdir í hlaupinu, en ratleikir og rathlaup hafa seinni árin orðið vinsæl afþreying sem þykir henta sérlega vel allri fjölskyldunni.  Áætlað er að í lengra hlaupinu verði hægt að rata á póstana alla innan 40 mínútna og verður í því farið aðeins út fyrir Garðalund, en gert er ráð fyrir að leiðin sem farin verður verði innan við fimm kílómetra löng. Í styttra hlaupinu verða leitarpóstarnir allir innan Garðalundar.

 

 

 

Mæting í Rathlaupið verður við grillskálann í Garðalundi og verður skráð í lengra hlaupið frá klukkan 17 og áætlað að það byrji klukkan 17:30. Haldið verður í styttra hlaupið um svipað leyti, en mæting í það hlaup er frjálsari en í lengra hlaupinu. Þátttaka er ókeypis og verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í lengra hlaupinu.

 

Þórður Sævarsson forsvarsmaður Ævintýrafélagsins sagðist í samtali við Skessuhorn vilja hvetja fólk til að mæta í rathlaupið, endilega að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Hann vonaðist eftir góðri þátttöku, enda spennandi viðburður fyrir alla fjölskylduna. Þórður sagði að mikill áhugi væri fyrir rathlaupinu í Reykjavík og félagið Hekla efndi vikulega allt sumarið til sambærilegrar skemmtunar fyrir sína félagsmenn. Er viðburðurinn í Garðalundi á fimmtudaginn skipulagður í nánu samstarfi við þá Heklumenn. Þórður sagði að þau í Ævintýrafélaginu á Akranesi hefðu boðið upp á ýmsa leiki og viðburði undanfarið og væri stefnt að nokkrum nú í ágústmánuði. Hann segir að Garðalundur sé mjög vel fallinn til þess, til að mynda hefur svokallaður kubbaleikur verið vinsæll. Nánari upplýsingar um rathlaupið er að finna Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is