Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2011 02:23

Valin ein besta ferðamyndin á vef CNN

Finnur Andrésson áhugaljósmyndari á Akranesi sagði að sér hafi brugðið skemmtilega þegar hann fékk á dögunum póst frá vef CNN. Í póstinum var tilkynnt að mynd sem hann sendi inn á vefinn fyrir um tveimur mánuðum hafi verið valin ein af fimm bestu ferðamyndum síðustu fimm ára á síðunni. Finnur byrjaði fyrir aðeins hálfu ári að stunda ljósmyndun að einhverju marki og má segja að með þessari tilnefningu hafi hann fengið fljúgandi start. Hann segir að því hafi verið vel tekið af forsvarmönnum netmiðils CNN að hann sendi myndir og þeir síðan falast eftir því að birta myndina sem ferðamynd dagsins, en þess má geta að vefnum berst gríðarlegur fjöldi mynda, hundruð þúsunda á nokkra vikna tímabili.

 

 

 

Í rökstuðningi dómnefndar segir að mynd Finns hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi litabrigða. Hún er af flaki Höfrungs og þótti dómnefndinni skipið mynda skugga móti leiftrandi íslensku sólarlagi. Þrátt fyrir gríðarlegt framboð mynda frá sólarupprás og sólarlagi hafi þessi mynd vakið sérstaka athygli nefndarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is