09. ágúst. 2011 08:01
Reyka vodki sem framleiddur er í Víngerðinni Borgarnesi var valinn besti vodkinn í hinni árlegu samkeppni, International Wine and Spirits, nú á dögunum. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 1969 og er ein sú virtasta í heimi. Það var fyrir sléttum sex árum sem fyrstu flöskurnar af Reyka vodka fóru í gegnum pípurnar hjá Víngerðinni í Borgarnesi. Fyrirtækið framleiðir vodkann fyrir skoska fjölskyldufyrirtækið William Grant & Sons. Vodkinn er framleiddur úr vatni frá lindinni við Grábrók og er mjöðurinn eimaður í koparkatli sem er sá fullkomnasti sinnar tegundar. Loks eru veigarnar síaðar í gegnum 4000 ára gamalt íslenskt hraun. Reyka er hágæðavodki sem slegið hefur í gegn eins og þessi viðurkenning nú ber með sér.