Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2011 09:01

Ólafsvíkingar sigruðu í gamnimóti í golfi

Fyrir leik Víkings Ólafsvíkur og ÍA í fótbolta sl. föstudag áttust fulltrúar bæjarfélaganna við í óformlegri bæjarkeppni í golfi á Fróðárvelli við Ólafsvík. Heiðurinn var að veði, auk þess sem þeir sem sýndu besta og versta árangurinn voru verðlaunaðir sérstaklega. Lið bæjarfélaganna voru skipuð valinkunnum mönnum, m.a. af hálfu Akraness þeim Gísla Gíslasyni, Sævari Þráinssyni, Erni Gunnarssyni og Magnúsi D. Brandssyni. Í liði Ólafsvíkinga voru m.a. Kristinn Jónasson bæjarstjóri, Ólafur Rögnvaldsson og Páll Ingólfsson, en þeir Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi á Akranesi og Jón Gunnlaugsson fulltrúi í stjórn KSÍ voru yfirumsjónarmenn mótsins.

 

 

 

 

Besta skorið átti Guðlaugur Rafnsson umsjónarmaður Fróðárvallar en lakasta skorið reyndist vera hjá Magnúsi D. Brandssyni Akurnesingi. Skemmst er frá að segja að Ólsarar rúlluðu Skagamönnum upp með 99 punktum gegn 66, en í ljósi úrslita knattspyrnuleiksins, þar sem Skagamenn fóru með 1:0 sigur, skildu allir afar sáttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is