Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2011 04:38

Sigrún Sjöfn skrifar undir hjá KR

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuboltakona frá Borgarnesi skrifaði undir samning við KR í dag. Hún er því komin aftur heim til Íslands eftir árs dvöl í Frakklandi þar sem hún lék með Olympique Sannois Saint-Gratien. “Mér bauðst áframhaldandi samningur við franska liðið en mér fannst vanta upp á metnað hjá félaginu. Því ákvað ég að skrifa ekki aftur undir,” sagði Sigrún Sjöfn í samtali við Skessuhorn. Hún spilar sem framherji og hefur leikið með Skallagrími, Haukum, KR og Hamri hér á landi. Þess má geta að á síðasta ári fór hún með Hamri alla leið í úrslit Iceland Express deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir KR. Þessa leiktíð var Sigrún með 11,9 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik.

 

 

 

 

“Veturinn leggst mjög vel í mig og það eru krefjandi verkefni framundan. Mér líst mjög vel á liðið en þarna er fullt af flottum leikmönnum sem geta tekið af skarið þegar þess þarf. Ekki skemmir að ég get haldið áfram í skólanum þar sem frá var horfið,” segir Sigrún Sjöfn en hún er einnig í kennaranámi frá Háskóla Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is