Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2011 04:38

Sigrún Sjöfn skrifar undir hjá KR

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuboltakona frá Borgarnesi skrifaði undir samning við KR í dag. Hún er því komin aftur heim til Íslands eftir árs dvöl í Frakklandi þar sem hún lék með Olympique Sannois Saint-Gratien. “Mér bauðst áframhaldandi samningur við franska liðið en mér fannst vanta upp á metnað hjá félaginu. Því ákvað ég að skrifa ekki aftur undir,” sagði Sigrún Sjöfn í samtali við Skessuhorn. Hún spilar sem framherji og hefur leikið með Skallagrími, Haukum, KR og Hamri hér á landi. Þess má geta að á síðasta ári fór hún með Hamri alla leið í úrslit Iceland Express deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir KR. Þessa leiktíð var Sigrún með 11,9 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik.

 

 

 

 

“Veturinn leggst mjög vel í mig og það eru krefjandi verkefni framundan. Mér líst mjög vel á liðið en þarna er fullt af flottum leikmönnum sem geta tekið af skarið þegar þess þarf. Ekki skemmir að ég get haldið áfram í skólanum þar sem frá var horfið,” segir Sigrún Sjöfn en hún er einnig í kennaranámi frá Háskóla Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is