Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2011 02:22

Fluttu laskaða flugvél um Borgarfjarðarbraut

Flugvél sem hlekktist á og brotlenti á Lambanesi í Fljótum síðastliðið sunnudagskvöld var flutt þaðan suður á mánudaginn. Það var lögreglan í Borgarfirði og Dölum sem sá um fylgd með flutningunum frá Holtavörðuheiði og í Hvalfjörð þar sem flutningurinn varð að bíða í að minnsta kosti eina nótt. Ákveðið var að fara með vélina um Borgarfjarðarbraut í stað Hringvegarins en meðfylgjandi mynd tók Hörður Harðarson þegar ekið var um Stafholtstungur. “Á þessum vegi er bæði minni umferð og minna um þrengsli. Heildarbreidd flugvélarinnar er um átta metrar, en við gátum hleypt fólksbílum og minni jepplingum undir annan vænginn og þannig framhjá,” sagði Theódór Þórðarson yfirlögregluþjónn LBD í samtali við Skessuhorn, Það var Halldór Gíslason dráttarbílstjóri sem sá um flutninga.

Flugvélin, sem er í eigu Dagfinns Stefánssonar eins stofnenda og fyrrum flugstjóra Flugleiða, er gömul þýsk herflugvél af gerðinni TF-LDS Dornier DO-27 sem hefur verið endurgerð og færð í sitt upprunalega horf. Hún er talsvert skemmd eftir óhappið en þrír voru um borð þegar óhappið varð. Þeir fóru allir á heilsugæsluna á Sauðárkróki til skoðunar en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Ekki er vitað um tildrög óhappsins.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is