Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2011 02:02

Aggapallur farinn að nýtast gestum Langasands

Langisandur er sú náttúruperla á Akranesi sem laðar hvað flesta ferðamenn til bæjarins. Oft hefur verið talað um að þar vantaði betri aðstöðu fyrir gesti og gangandi. Í vetur og vor tók Haraldur Sturlaugsson af skarið í þessum efnum og efndi til samstarfs við Akraneskaupstað um að bæta aðstöðuna við Langasand. Það fólst í því að byggður var myndarlegur sólpallur við bakhlið áhorfendastúkunnar á Akranesvelli ásamt litlu húsi og  annarri aðstöðu sem vonast er til að verði fyrsti áfangi af nokkrum til að gestir við baðströndina geti notið lystisemda hennar til fulls. Haraldur sagði í samtalið við Skessuhorn að í fyrstu hafi hann haft í hyggju lítinn pall þarna en fljótlega séð að lítið yrði gaman að palli nema nánasta umhverfi yrði bætt m.a. með hellulögn og þjónustuaðstöðu.

Þegar er komin aðstaða til veitingasölu við pallinn, en Knattspyrnufélag ÍA hefur fengið aðstöðuna til rekstrar og nýtt hana m.a. í hálfleik í leikjum Skagaliðsins. Innan skamms mun síðan væntanlega verða ráðist í að gera litla setlaug við hlið pallsins, sem reist verður fyrir framlag úr minningarsjóði hjónanna frá Bræðraparti, Guðlaugar Gunnlaugsdóttur og Jóns Gunnlaugssonar. Sú framkvæmd hefur verið í deiliskipulagsferli hjá Akraneskaupstað í sumar.

 

Í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag er meðal annars rætt við Harald Sturlaugsson forsprakka Aggapalls.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is