Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2011 08:01

Aldrei verið meira að gera í tamningunum

Í Eyja- og Miklaholtshreppi, á sunnanverðu Snæfellsnesi, er að finna Hestamiðstöðina í Söðulsholti. Bæjarins Söðulsholts er fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1714 en þá er jörðin konungseign og heyrði undir Arnarstapaumboð. Söðulsholt var venjuleg bújörð fram til ársins 1936, að hún var gerð að prestssetri, en aldrei hefur verið þar kirkjustaður svo vitað sé. Þangað liggur leið blaðamanns, en þó ekki til að vitja prests því hér hefur ekki búið vígður maður í mörg ár. Árið 1998 keypti borgarbarnið Einar Ólafsson býlið. Þar stundar hann nú skógrækt, línrækt, byggrækt en fyrst og fremst hrossarækt. Hestamiðstöðin Söðulsholti er rekin af Strandamanninum Halldóri Sigurkarlssyni og heimasætunni á Dalsmynni, Iðunni Silju Svansdóttur, en þau búa á næsta bæ, í Hrossholti. Að sögn Einars er það reyndar fjögurra ára dóttir þeirra, Kolbrún Katla, sem raunverulega stjórnar öllu með harðri hendi á bak við tjöldin.

 

Skessuhorn settist niður með þeim Einari, Dóra og Iðunni á kaffistofunni í Söðulsholti í síðustu viku en viðtalið má sjá í heild sinni í blaði vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is