Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2011 12:34

Kalla eftir fagmennsku hagfræðiprófessors

Samtök ungra bænda skora á rektor Háskóla Ísland að beita sér fyrir faglegum vinnubrögðum og málefnalegum málflutningi starfsfólks háskólans í almennri fjölmiðlaumræðu hér á landi, í ályktun sem samtökin hafa sent frá sér. „Á undanförnum misserum hefur Þórólfur Mattíasson deildarforseti hagfræðideildar HÍ farið mikinn í fjölmiðlum í tengslum um sauðfjárrækt sem atvinnugrein í heild sinni. Í skrifum og orðræðu deildarforsetans hefur hann farið rangt með staðreyndir og verður þekking hans á málefninu að teljast fullkomlega yfirborðskennd. Lýsa Samtök ungra bænda jafnframt undrun sinni á því að hagfræðiprófessorinn skuli ekki hafa aflað sér betri upplýsing um fyrirkomulag sauðfjárframleiðslu á Íslandi áður en hann tók að fjalla um atvinnugreinina á vettvangi fjölmiðla.“

 

 

 

Þá segja ungir bændur: „Háskóli Íslands er virt mennta- og fræðastofnun sem nýtur trausts í samfélaginu og ber mikla samfélagslega ábyrgð sem slík.  Því er eðlileg krafa hins almenna skattgreiðanda að þeir sem gegna ábyrgðarstöðum við stofnunina láti fagmennsku ávalt vera í fyrirrúmi í umfjöllun sinni um málefni á opinberum vettvangi og setji hvorki fram tilhæfulausar staðhæfingar né heldur blandi pólitískum skoðunum sínum á óskyldum málefnum inn í umræðuna.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is