10. ágúst. 2011 02:32
Allar rúður voru eyðilagðar nýlega í Payloader gröfu sem stóð í malarnámu ofan við Árdal í Andakíl, að sögn Björns Þorbjörnssonar framkvæmdastjóra JBH vélaleigu í Borgarnesi. Átti skemmdaverkið sér stað einhvern tímann í liðinni viku en uppgötvaðist í morgun. Sagði Björn að grjót hefði verið notað til að brjóta rúðurnar. Sagði hann tjón sem þetta nema nokkur hundruð þúsunda króna og bað þá sem einhverja vitneskju hefðu um þetta mál að hafa samband við sig eða lögregluna í Borgarfirði og Dölum í síma 433-7613. Þetta er annað skemmdarverkið á vinnuvél á nokkrum dögum en við greindum frá því í gær hér á vefnum að lögregla rannsakar nú mál þar sem skotið var með byssu í gegnum rúður á gröfu sem stóð við Þverholt á Mýrum.