Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2011 03:30

Tröllasaga af stórlaxi úr Kjarará fer á kreik

Stundum gerist það að tröllasögur um meinta stórlaxa fara á kreik. Ein slík er frá Kjarará í Borgarfirði og á atburðurinn að hafa gerst á síðustu dögum. Þar mun veiðimaður hafa sett í lax í veiðistaðnum Efri Potti sem er skammt fyrir neðan veiðihúsið við Víghól. Veiðimaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segist hafa landað 116 cm hængi, sem er samkvæmt því yfir 30 pund að þyngd. Fylgir sögunni að hann hafi náð mynd á símann sinn af stórlaxinum, en vilji ekki sýna hana! Þekktur veiðimaður sem Skessuhorn ræddi við í dag hafði þetta um söguna að segja: „Hefði maður sjálfur náð að landa laxi af þessari stærð hefði maður ekki sleppt honum aftur, svo mikið er víst, jafnvel þótt maður hefði í kjölfarið gerst brottrækur úr öllum veiðiám landsins. Þetta er einfaldlega fiskur af þeirri stærðargráðu að hann á heima uppi á vegg, enda sjálfsagt hvort sem er ekki átt annað eftir en deyja í ánni, sérstaklega eftir 40 mínútna átök á línu veiðimanns.“

 

 

 

Á vefnum Vötn og veiði segir m.a. um atburðinn: „Þetta var Arndilly Fancy [fluga] númer 16 og veidd á flotlínu. Það var eiginlega engin taka, flugan var allt í einu bara stopp og föst. Þetta var með ólíkindum, við héldum að það væri fast þó að engin líkindi væru að smáfluga á flotreki gæti fests í botni á þessum stað. Sá sem setti í laxinn var svo farinn að toga í línuna til að losa úr festu, og var komin að þanmörkum taumsins þegar fiskurinn fór af stað. Hann var svo í einar fjörutíu mínútur að glíma við laxinn, sem var um 116 cm hængur. Flugan í tungunni. Hann var ekki sérlega þykkur, en sporðurinn var rosalegur og þessi hængur hafði verið ríflega mánuð eða svo í ánni, miðað við litinn á honum. Lengdin er um 116 cm, gæti verið plús eða mínus 1-2 cm, hann var lagður við Guideline LeCie stöng sem er 114 cm að annarri lykkju. Þessi var tveimur sentimetrum lengri,“ sagði viðmælandi Vatna og veiði.

 

Í frétt VoV segir jafnframt að mynd hafi ekki birst af risalaxinum úr Kjarará. Hafi verið rætt við veiðimann sem var á vettvangi og sagði sá það vera sameiginlega ákvörðun veiðifélaganna að þeir væru í laxveiði fyrir sjálfa sig og þeir hefðu ekki áhuga á fjölmiðlafári vegna málsins!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is