Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2011 09:31

Tilkynning til Hólmara og gesta á Dönskum dögum

„Nú eru að ganga í garð Danskir dagar eftir ársleyfi og ættu allir í fjölskyldunni að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í dagskránni,“ segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd Danskra daga sem eru að ganga í garð.  „Þeir sem vilja hlusta á tónlist geta mætt á hádegistónleika á föstudaginn [á morgun] við Egilsenshús með jazz/blúsbandinu Maurhildi Mannætu. Farið í Vatnasafnið og hlustað á Gulla Gunnars og félaga hans frá London á laugardaginn. Skellt ykkur á dansleiki með Óveru, sem eru að fagna 40 ára afmæli sínu og Draugabönunum á föstudagskvöldið, en húsið opnar kl. 22:30. Dansleikur með Páli Óskari verður svo á laugardeginum. Hann verður með unglingaball fyrir 13-18 ára frá kl. 19-22 og fyrir 18 ára og eldri frá miðnætti og er það afmælisdagurinn sem gildir. Forsala á dansleikina verða í miðasöluskúr fyrir utan íþróttamiðstöðina föstudag og laugardag frá kl.15-18.“

 

 

 

Ýmsar íþróttakeppnir verða í gangi á Dönskum dögum. Fótboltamót á föstudaginn og stendur skráning yfir, sem og á „3 á 3 mót“ í körfubolta sem verður á laugardaginn. Andrés Guðmundsson mun vera með keppni í hreysti á hreystivelli Orkunnar á laugardagsmorguninn fyrir 8-14 ára og svo keppni um sterkasta pabbann kl. 17 og verða veglegar úttektir hjá Orkunni í verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Allir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt. 

 

Eftir hádegi verður skrúðganga frá pósthúsinu niður að aðalsviðinu þar sem fjölskylduvæn skemmtun fer fram undir dyggri stjórn Kristjáns Péturs Andréssonar. „Þar munum við sjá ungt tónlistarfólk frá Stykkishólmi, Skoppu og Skrítlu í boði Arion banka og karlakórinn Kára syngja af sinni alkunnu snilld. Veitt verða verðlaun fyrir sultu-, hverfa- og garðakeppnina, Einar Mikeal töframaður sýnir listir sínar, Aksjón Lionsmanna verður á sínum stað og verða þeir að selja allt sem þig vantar og vantar ekki en getur ekki verið án!  Páll Óskar mun síðan mæta og flytja nokkur lög.“ 

 

Aðalsviðið verður staðsett á Settuplani við Egilsenhúsið og þar fyrir aftan verður markaðstjald sem verður að springa af fjölbreyttum varningi. Hopp og Skopp verða með leikjagarð fyrir aftan bankann og einnig verða þeir með banana í höfninni og gokart bílar verða á Skipavíkurbryggju.

Veitingastaðirnir taka vel á móti öllum um helgina og verður t.d. danskt þema í mat hjá Narfeyrarstofu og einnig mun Hótel Stykkishólmur vera með á matseðlinum fleskesteg í tilefni hátíðarinnar.  Við hvetjum alla til að verða sér úti um dagskrá en sölufólk hefur nú þegar labbað í hús og boðið bæjarbúum hana til sölu.  Dagskráin verður einnig seld við bæjarhliðið frá fimmtudegi til laugardags og hvetjum við alla til að styrkja hátíðina með að fjárfesta í merkjum og dagskrá.  Brekkusöngur mun verða á aðalsviðinu á laugardagskvöldið og lýkur honum með flugeldasýning í boði trillukarla í Stykkishólmi á miðnætti. Nýtt tjaldsvæði verður tekið í gagnið og er stefnt að hafa alla tjaldgesti á sama svæðinu og er óheimilt að tjalda nema á auglýstum svæðum.  20 ára aldurstakmark er á tjaldsvæðið, allir yngri verða að vera í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum.

 

„Það er okkar vona að allir skemmti sér vel um helgina og að Hólmarar taki fagnandi á móti þeim gestum sem hingað koma. Höfum gleðina að leiðarljósi núna sem ávallt, og komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur,“ segir að lokum í tilkynningu undirbúningsnefndar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is