Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2011 07:01

Ýmislegt í boði í krambúðinni á Búðum

Í litlu rauðmáluðu húsi við Hótel Búðir kúrir ein krúttlegasta og notalegasta krambúð landsins. Var hún opnuð í sumar. Agnes Lind Heiðarsdóttir og Sigríður Gísladóttir sátu á fallegum sólskinsdegi úti og tóku á móti gestum og gangandi þegar ljósmyndari Skessuhorns leit við hjá þeim á dögunum.  Í krambúðinni þar sem er að finna handverk frá íbúum sveitarinnar kennir ýmissa grasa. Þar má finna prjónavörur, svuntur, jurtir í te, krydd og salt með jurtum sem er gott til matargerðar. Sigríður Gísladóttir myndlistarkona frá Bjarnarfossi er með kort en þess má geta að hún var kjörin bæjarlistamaður Snæfellsbæjar í ár. Síðast en ekki síst eru þarna handgerðar náttúrlegar sápur. Sápan sem ljósmyndari rak augun sérstaklega í var svokölluð karlrembusápa. Athyglisvert væri að prófa slíka sápu og sjá hvort hin eina sanna íslenska karlremba skolaðist hreinlega af. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is