Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2011 08:01

Ný þjónusta fyrir hestamenn í Leifsstöð

Hestamönnum býðst nú ný þjónusta við komu til landsins. Landssamband hestamannafélaga hefur samið við fatahreinsunina Fönn um að taka við notuðum reiðfatnaði í rauða tollhliðinu í Leifsstöð, en sú þjónusta hefur ekki verið í boði áður. Fönn sér síðan um að hreinsa fatnaðinn og sendir hann svo til eigenda í póstkröfu. Þetta fyrirkomulag kemur til með að auðvelda ferðir hestafólks erlendis og mun jafnvel reynast því hagkvæmara. Algengt hefur verið að hestafólk hafi þurft að losa sig við reiðfatnað sem notaður hefur verið erlendis, en bannað er að koma með óhreinan reiðfatnað inn í landið vegna smithættu.

Slíkt hefur þó verið gert sökum þess að erfitt hefur verið að hreinsa föt fyrir heimferð og fólk hefur ekki viljað henda dýrum fatnaði. Í fyrra kom upp slæmur faraldur smitandi hósta í íslenska hrossastofninum sem grunur var um að borist hefði til landsins með óhreinum fatnaði eða reiðtygjum. Íslensk hross eru afar viðkvæm fyrir ýmsum pestum, eru ekki bólusett og því viðkvæm fyrir sýkingum eins og dæmin sanna.

 

Alvarlegra mál nú ef fólk reynir að smygla fötum inn

 

Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir að umræða um þetta mál hafi sprottið upp í kjölfar faraldarins sem kom upp í fyrra. „Það voru of fáir valkostir í boði fyrir hestafólk sem vildi koma með fatnaðinn heim. Þú hafðir um þrennt að velja; að henda fötunum, setja þau í hreinsun úti eða koma með þau skítug til landsins og smygla þeim inn. Með þessu verður til nýr valkostur,” segir Haraldur. Eins og áður er ekki heimilt að koma með notuð reiðtygi og reiðhanska til landsins og þá er ekki hægt að koma með vaxjakka eða leðurjakka.

 

„Það hefur líka verið þannig hjá fólki sem fer mikið erlendis að það á sinn galla úti. Það er auðvitað rándýrt að vera alltaf að kaupa ný föt vegna þess að þeim notuðu er hent. Nú ætti slíkt ekki að þurfa og það lítur mun alvarlegar út ef fólk reynir að komast með óhrein föt í gegnum tollinn án þess að láta hreinsa þau. Kostnaðurinn verður svipaður því sem gengur og gerist í fatahreinsunum og alls ekki dýrari,” segir Haraldur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is