Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2011 02:01

Ólafsdalshátíð tókst afbragðsvel

Ólafsdalshátíð var haldin sl. sunnudag. Að sögn Rögnvaldar Guðmundssonar formanns Ólafsdalsfélagsins tókst hún afbragðsvel í góðu veðri en hátíðargestir voru á bilinu sex til sjö hundruð að þessu sinni. Þetta var í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin var einkar vegleg í ár. Til dæmis flutti frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands ávarp. Tónlistarmaðurinn KK skemmti gestum og leikhópurinn Lotta sýndi leikritið “Mjallhvít og dvergarnir sjö” við góðar undirtektir yngstu kynslóðarinnar. Í skólahúsinu í Ólafsdal var afmælissýning um landbúnaðarskólann sem var í Ólafsdal auk sýningarinnar “Strengur” eftir Tómas R. Einarsson. Að lokum var boðið upp á kaffihlaðborð að Skriðulandi og markaður þar sem hægt var að kaupa osta, grænmeti, krækling og ís frá bæjum í Ólafsdal og víðar úr Dölum.

Þess má að lokum geta að opið verður í Ólafsdal kl. 13-17 alla daga fram til 21. ágúst.

 

Sjá fleiri myndir frá hátíðinni í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is