Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2011 03:01

Pizzurnar falla vel í kramið í Hólminum

Pizzastaðurinn Hansen í Stykkishólmi hefur notið mikillar farsældar síðan hann opnaði í byrjun maí síðastliðnum. Þetta er fyrsti staðurinn í Stykkishólmi sem sérhæfir sig í pizzum og var því rennt nokkuð blint í sjóinn. “Hólmarar voru orðnir pizzuþyrstir,” segir Egill Egilsson eigandi staðarins þegar blaðamaður spyr hann um velgengni staðarins. “Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í svolítinn tíma og þegar þetta húsnæði losnaði ákvað ég að grípa tækifæri. Annars er maður alltaf að fá einhverjar hugmyndir en sem betur fer framkvæmi ég þær ekki allar. Sumarið hefur engu að síður verið mjög gott hjá okkur og nú vona ég að við lifum einnig af veturinn. Á Dönskum dögum sem haldnir verða nú um helgina verður opið hjá okkur allan sólarhringinn og vonandi notfæra gestir hátíðarinnar sér það. Annars er venjulega opið frá 11:30 til 22 alla daga.”

 

 

 

Hansen er lítill og huggulegur staður í sama húsi og Bónus er í Stykkishólmi. Þar inni eru fáein borð og stólar en að sögn Egils fara flestir með pizzurnar sínar heim. Að auki er boðið upp á hamborgara og fiskisúpu sem hefur verið mjög vinsæl. Á einum veggjanna má sjá risastórt veggspjald af Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í körfubolta 2010 en þess má geta að sonur Egils, og alnafni, er í liðinu. Hann, ásamt flestum heimamönnum, er því að vonum stoltur af afrekum liðsins. “Við verðum að monta okkur af þessu,” sagði Egill hreykinn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is