Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2011 10:01

Reykhóladagar aldrei verið stærri

Um liðna helgi voru Reykhóladagar haldnir hátíðlegir. Hátíðin stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags, en mikil og fjölbreytt dagskrá var í boði. Skemmtiatriðin voru að langmestu í höndum heimamanna og þá var Reykhólum skipt upp í nokkur svæði. Hvert svæði skreytti í ákveðnum lit og eftir ákveðnu þema. Ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, Harpa Björk Eiríksdóttir, sá að mestu leyti um skipulagningu. „Hátíðin tókst frábærlega og þetta gekk allt saman rosalega vel. Ég fékk nokkrar kvartanir sem voru þó ekki alvarlegri en svo að fólk átti erfitt með að velja úr dagskránni,” segir Harpa Björk. Hún áætlar að hátíðargestir hafi verið á milli 400-500 þegar mest var en megnið af þeim voru gestir utan af landi.

 

 

 

 

„Það var heilmargt á dagskrá og dráttarvélarkeppnin var svona helsta aðdráttaraflið eins og alltaf. Hún er svona „okkar” einkenni á þessari hátíð. Nú kepptu 18 karlar og svo fjórar konur en hingað til hafa aðeins karlar keppt. Keppnin gengur þannig fyrir sig að allir keppa á sömu vélinni og þurfa að leysa ákveðnar þrautir. Svo buðum við gestum að smakka á heilgrilluðu lambi, en sumir reyndar fóru nú aðeins lengra og fengu sér meira en bara smakk. Síðan ber að nefna Báta- og hlunnindasýninguna og auðvitað kvöldskemmtunina þar sem leikarinn Örn Árnason sá um veislustjórn. Ég held að hátíðin hafi aldrei verið svona stór,” sagði skipuleggjandi hátíðarinnar Harpa Björk að lokum, alsæl með helgina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is