Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2011 12:01

Lásu tæplega sex hundruð bækur í sumar

Geysimikil þátttaka var í sumarlestri Héraðsbókasafns Borgarfjarðar í sumar, en þetta er í fjórða sinn sem safnið stendur fyrir slíku hvatningarátaki. Alls tóku 47 börn þátt og lásu þau 595 bækur. Kynjahlutfallið var nokkuð jafnt í hópnum en 24 strákar og 23 stelpur tóku þátt. Árgangurinn sem las mest voru 9 ára börn með 216 lesnar bækur.

Haldið verður upp á þennan góða árangur með uppskeruhátíð fimmtudaginn 18. ágúst, klukkan 11 í Safnahúsinu í Borgarnesi. Þar verður tilkynnt hvaða heppnu lestrarhestar hafa verið dregnir út og hljóta bókavinning. Eitthvað bragðgott verður á boðstólum og farið verður í skemmtilega leiki og þrautir undir styrkri stjórn Sævars Inga Jónssonar og Eddu Bergsveinsdóttur.

Ástæða er að nefna að á síðasta ári var líka góð þátttaka í sumarlestrinum þótt ekki væri hún alveg svona mikil, en þá lásu 47 krakkar 305 bækur sem telst frábær frammistaða.

Þess má einnig geta að grunnskólakennarar í héraðinu hafa ítrekað komið því á framfæri við bókasafnið að þeir telji sumarlesturinn mikilvægan þátt í uppbyggingu lestrarkunnáttu nemenda sinna. Er þetta safninu mikil hvatning.

Á meðfylgjandi mynd má sjá einn góðra gesta bókasafnsins skrásetja lesna bók.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is