Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2011 02:01

Fjörugt rathlaup í skógræktinni

Rathlaup var haldið í skógræktinni Garðalundi í gær. Tólf keppendur mættu til leiks og stóðu allir keppendur sig með prýði. Hlaupið var ræst klukkan 17:30 og höfðu keppendur 40 mínútur til þess að fara út um bæinn og finna sem flest flögg á þessum 40 mínútum. Hvert flagg gat gefið 10 eða 20 stig. Slegist var um fyrsta sætið enda veglegir vinningar í boði.

Hróbjartur Trausti frá Hnefaleikafélagi Akraness kom fyrstur í mark á rúmum 42 mínútum með 120 stig. Eyþór Helgi kom sjónarmun á eftir honum í mark, en það munaði bara sekúndu á milli þeirra. Í þriðja sæti voru þær Kolbrún og Maja á rúmum 43 mínútum og voru þær líka með 120 stig.

Einnig var haldið lítið rathlaup fyrir gangandi fólk í skógræktinni, en það naut mikilla vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar. Keppendur fengu síðan léttar veitingar að lokinni keppni. Ævintýrafélagið, sem stóð á rathlaupinu,  þakkar öllum fyrir þátttöku og mætingu. Sérstakar þakkir eru til Rathlaupsfélagsins Heklu í Reykjavík sem aðstoðaði við að undirbúna rathlaupið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is