Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2011 05:01

Nóg að gera í Sjávarborg á Dönskum dögum

Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í versluninni Sjávarborg fyrr í dag var þar nóg að gera. Viðskiptavinir komu inn til þess að versla danska fána, rauðar og hvítar skreytingar, nammi og ís. Að sögn eiganda búðarinnar, Dagbjartar Höskuldsdóttur, er alltaf nóg að gera á Dönskum dögum. „Þetta er stærsta helgi ársins hjá okkur og skilar alltaf miklu í kassann. Heimafólk kemur hingað til þess að versla skreytingar sem og gestir hátíðarinnar sem vilja auðvitað vera í réttum litum. Það er því nóg um að vera hérna alla helgina,“ segir Dagbjört.

Búðin er opin frameftir kvöldi alla daga hátíðarinnar og segist Dagbjört hafa mikla ánægju af því. „Við erum á besta stað hérna, alveg við hátíðarsvæðið og mér finnst það sjálfsagt mál að vera með opið. Ég segi alltaf, og hef haft þá reglu, að ég hef opið á meðan fólkið er skemmtilegt. Svo þegar skemmtunin fer að bera fólk ofurliði og áfengið fer að segja til sín þá loka ég búðinni,“ segir Dagbjört.

Hún saknaði hátíðarinnar í fyrra, en Danskir dagar voru ekki haldnir hátíðlegir árið 2010. „Já, auðvitað saknaði ég hennar. Eins og ég sagði, þá er aldrei meira að gera hjá mér heldur en þessa helgi. Ég er fæ fjölskylduna til þess að hjálpa mér og þannig gengur þetta upp,“ segir Dagbjört. Skyldi hún ekkert vilja vera úti á meðal gestanna að skemmta sér? „Nei, mér finnst mjög gaman að vera hér í búðinni. Hún er líka svo nálægt öllu svo ég missi ekki af miklu,“ segir Dagbjört Höskuldsdóttir í Sjávarborg að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is