15. ágúst. 2011 10:00
Nú um helgina var almennri umferð hleypt á nýju brúna yfir Haffjarðará á Snæfellsnesi og gömlu einbreiðu brúnni á sama tíma lokað. Þó er vinnu við nýju mannvirkin ekki lokið að fullu lokið en stefnt að verklokum í október. Þegar ljósmyndari Skessuhorns átti leið þar um í gær var vinna við frágang á vegum í fullum gangi en umferðin fer þó um þessa ókláruðu vegi og því þurfa ökumenn að hafa varann á. Bæði þurfa þeir að taka tillit til vinnuvéla og auk þess þurfa þeir að aka varlega á nýju malarvegunum beggja vegna brúarinnar.