Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2011 10:15

Skagamönnum mistókst að tryggja sætið

Fylgismenn og liðsmenn ÍA í knattspyrnunni urðu fyrir vonbrigðum á föstudagskvöldið þegar liðinu mistókst að tryggja sæti meðal þeirra bestu næsta sumar, en aðeins vantar eitt stig upp á að gulltryggja það. Vestfirðingarnir í BÍ/Bolungarvík, sem Skagamenn gjörsigruðu í fyrri umferðinni, komu fram hefndum með taktískum sigri, 2:1, sem þeir áttu fyllilega skilið, þrátt fyrir að í heild væri leikurinn jafn og heimamenn óheppnir að misnota vítaspyrnu undir lokin. ÍA fær svo næsta tækifæri annað kvöld til að klára dæmið, en þá fara þeir í Breiðholtið og mæta ÍR. Á sama tíma taka Haukar, sem eru í þriðja sætinu, á móti Gróttu og verða að vinna þann leik til að halda í fræðilega möguleikann, þegar fimm umferðir verða eftir af deildinni.

 

 

 

 

Trúlega voru margir búnir að bóka Skagasigur fyrir leikinn á föstudagskvöldið en annað kom á daginn. BÍ/Bolungarvík kom geysigrimmt til leiks og átti vörn Skagamanna í stökustu vandræðum. Vestfirðingarnir fengu víti á 26. mínútu og úr henni skoraði Oluwatomiwo Ameobi. Skagamönnum gekk illa að skapa sér opin færi og voru of mikið í því að senda fallhlífarbolta inn í teiginn þar sem fyrir var stór markvörður. Úr skæðri sókn á 39. mínútu náðu þeir að jafna metin. Gary Martin og Ólafur Valur Valdimarsson gerðu þá harða hríð að marki gestanna sem endaði með því að Ólafur náði að pota boltanum í markið.

 

Seinni hálfleikur var jafn líkt og sá fyrri. Liðsmönnum ÍA virtist þó skorta þolinmæði, einkum Gary Martin sem var rekinn af velli um miðjan hálfleikinn fyrir glórulausa tæklingu. Ekki létti þetta róðurinn fyrir heimamenn, mark gestanna lá í loftinu og á 84. mínútu skoraði Ameobi aftur og reyndist það sigurmark leiksins. Fjórum mínútum síðar áttu Skagamenn góða sókn sem endaði með því að varamaðurinn Fannar Freyr Gíslason var felldur í teignum. Mark Doninger mistókst að skora úr spyrnunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is