Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2011 09:01

Sex vestlenskar sveitir upp um deild í golfinu

Sannarlega var síðasta helgi góð hjá golfklúbbum Vesturlands í Sveitakeppni GSÍ. Alls fóru sex sveitir af Vesturlandi upp um deild. Golfklúbburinn Leynir fagnaði sigri í 2. deild karla sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Leynir lagði GS í úrslitaleik en báðar þessar sveitir munu leika í efstu deild að ári. Golfklúbburinn Jökull á Ólafsvík og Golfklúbbur Borgarness fara upp í 2. deild eftir gott gengi í 3. deild karla sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík. Jökull hafði betur í úrslitaleiknum. Golfklúbburinn Mostri varð í öðru sæti í 4. deild karla og fer því upp í þriðju deild ásamt Golfklúbbi Norðfjarðar.

 

 

 

 

Golfklúbbur Vestarr í Grundafirði átti góðu gengi að fagna því báðar sveitir klúbbsins unnu sig upp um deild. Kvennasveitin varð í 2. sæti á Hlíðarendavelli við Sauðarkrók og fylgja Golfklúbbi Akureyrar upp um deild. Karlasveitin varð svo í öðru sæti á heimavelli í 5. deild og fer upp um deild. Kvennasveit Leynis á Akranesi féll þó úr 1. deild kvenna í þá aðra, en sú keppni fór fram á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði.

 

Á vefnum kylfingur.is er árangur vestlensku sveitanna tekinn saman. Þar er sagt að  greinilega sé mikill uppgangur í golfinu á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is