Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2011 03:24

Somen segir frá ferðum sínum um heiminn á Akranesi í kvöld

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá hefur undanfarna daga verið staddur á Íslandi, og Akranesi, ungur maður frá Indlandi sem undanfarin sjö ár hefur hjólað um heiminn í þeirri von að þannig geti hann unnið að því að gera draum sinn um betri heim að veruleika. Somen Debnath heitir hann og býður gestum til sín í Rauða kross húsið á Akranesi í kvöld til þess að fræðast um ferðalagið, markmið þess og ævintýrin. Boðið verður upp á dýrindis indverskar krásir sem björguðu meðal annars lífi Somen þegar hann var handtekinn af talibönum í Afganistan.

 

 

 

 

Somen hefur nú þegar lagt að baki um 80 þúsund kílómetra á hjólinu sínu og heimsótt meira en sextíu lönd. Ferðinni lýkur 27. maí 2020 í heimaþorpi Somen í Indlandi en þá stefnir hann á að hafa heimsótt 191 land og hitt 20 milljónir manna á ferðalagi sínu. Markmið Somen er að veita fræðslu um alnæmi og indverska menningu og vera talsmaður þess að öll látum við okkur þykja vænt hvert um annað sem manneskjur, óháð þjóðerni, litarhætti, búsetu, trúarbrögðum eða hverju öðru sem verkast vill.

 

Frá Íslandi liggur leið Somen til Grænlands þann 19. ágúst þar sem hann ætlar að dvelja í þrjár vikur. Þá snýr hann aftur til Íslands, hvílir sig í smá stund og hverfur svo af landi brott, á vit nýrra ævintýra í Afríku sem er næsta heimsálfa sem hann heimsækir.

Að heimsækja Ísland, Grænland og Færeyjar er dýrt, enda ekki beint í alfaraleið og ekki hægt að hjóla bara áfram, en Somen vildi alls ekki fara á mis við að hitta okkur eyjarskeggjana. Fyrir vikið er hann fjárþurfi og er þeim sem vilja styrkja hann bent á bankareikninginn 0186 - 26 - 1770 kt. 241051-2189 sem Shayamli Ghosh á Akranesi heldur utan um.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is