16. ágúst. 2011 04:59
Í tilefni árstímans sem í hönd fer verður í næstu viku sérstakt uppskeruþema í Skessuhorni. Meðal annars verður forvitnast um haustuppskeruna á Vesturlandi; berjasprettu og rætt við ýmsa spekinga í þeim efnum, en einnig um sveppi, söl, ávexti og grænmeti svo fátt eitt sé nefnt. Skessuhorn óskar því eftir fréttum, myndum, ábendingum, uppskriftum og öllu því sem tengist matvælum sem finna má í íslenskri náttúru. Slíkt má senda á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is eða hringja í síma 433-5500.