Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2011 09:01

Íslandsmót í hrútadómum verður sem fyrr á Ströndum

Það verður stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum næstkomandi laugardag kl. 14:00. Þá verður haldið níunda Íslandsmeistaramótið í Hrútadómum – venjulega kallað hrútaþukl - en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans. Um kvöldið verður síðan haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á Hólmavík með hinni goðsagnakenndu hljómsveit Upplyftingu, en hún hefur ekki haldið dansleik á Ströndum í fjöldamörg ár. Nóg verður um að vera; ókeypis verður inn á safnið og sýningu þess, líf og fjör fyrir utan safnið og skemmtiferðir verða farnar í dráttarvélavagni. Reyndir og óreyndir þuklarar hvaðanæva að af landinu eru boðnir innilega velkomnir á þessa miklu hátíð. Í hádeginu verður boðið upp á kjötsúpu en risastórt og veglegt kaffihlaðborð verður í boði í Kaffi Kind í Sævangi meðan á keppninni stendur. Um kvöldið verður síðan hægt að kíkja á matarhlaðborð á Café Riis á Hólmavík.

 

 

 

Hrútadómarnir sjálfir fara þannig fram að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur og æðsti sauðfjárspekúlant Íslands fer fyrir dómnefnd sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð fyrirfram. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu láta duga að raða hrútunum í sæti frá eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu fara hins vegar eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja. Veglegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara í báðum flokkum – t.d. hafa þrír efstu í vana flokknum undanfarin ár fengið meðal annars nokkra skammta af hrútasæði frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is