Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2011 11:22

Góður heimasigur hjá Víkingum

Víkingur Ó. tók vann góðan heimasigur á botnliði HK í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Ólafsvíkurvelli í gærkveldi. Leikurinn fór hratt af stað en á sjöundu mínútu vildu heimamenn fá dæmda vítaspyrnu eftir mistök Ögmundar Ólafssonar í marki gestanna. Hann missti boltann frá sér og Guðmundur Magnússon nýtti sér mistökin og var að komast einn fyrir opið markið þegar Ögmundur braut á honum með þeim afleiðingum að Guðmundur féll í teignum. Dómarinn flautaði hins vegar ekki og HK menn hreinsuðu frá.  Aðeins fimm mínútum síðar kom Edin Beslija Víkingum yfir. Eldar Masic hafði fengið boltann á hægri vængnum og sendi í áttina að Þorsteini Má Ragnarssyni sem leyfði honum að fara framhjá sér og til Edins sem þrumaði boltanum fram hjá Ögmundi í marki HK. Heimamenn komu sér svo í vænlega stöðu á 20. mínútu þegar Edin bætti við öðru marki eftir sendingu frá Birni Pálssyni. Edin lék laglega á varnarmenn HK og lagði boltanum síðan snyrtilega í netið.

 

 

 

Víkingar höfðu þó ekki sagt sitt síðasta í þessum fyrri hálfleik því á 44. mínútu skallaði Matarr Nesta Jobe boltanum í markið eftir góða hornspyrnu frá Guðmundi Magnússyni. Staðan var því 3-0 heimamönnum í vil þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Víkingar mættu svo ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og virtust staðráðnir í því að bæta við fleiri mörkum. Áttu nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Lokatölur því þrjú mörk gegn engu. Víkingar endurheimtu með sigrinum 6. sætið í deildinni og eru komnir með 25 stig.

 

Næsti leikur Víkings er gegn Þrótti verður á útivelli næstkomandi föstudag, 19. ágúst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is