Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2011 04:30

Silfraður næturhiminn í Ólafsvík

Stefán Ingvar Guðmundsson ljósmyndari Skessuhorns í Snæfellsbæ varð var við undarleg ský á himni í Ólafsvík aðfararnótt sl. sunnudags. Reyndust þetta vera svokölluð silfurský en þau sjást aðeins frá jörðu í rökkri. “Eftir að hafa staðið fyrir utan hús hjá mér og tekið nokkrar myndir ákvað ég að bruna niður að félagsheimilinu Klifi og fá skjól fyrir norðanáttinni og losna við ljósmengun sem ljósastaurar bæjarins valda. Þegar ég hafði stillt upp þrífætinum fór himininn í austri að loga af dansandi norðurljósum sem birtust jafn snöggt og þau hurfu. Þvílíkt sjónarspil að sjá hvoru tveggja í senn. Það var líkt og norðurljósin væru að minna á sig og segja að þau væru ekkert síðri en silfurskýin sem lýstu upp næturhimininn yfir Breiðafirði. Ekki skemmdi fyrir að sjá þrjá loftsteina koma með miklum blossa inn í gufuhvolfið og brenna þar upp með stuttu millibili en ekki náðist að festa þá sjón á myndflöguna svo sú sýn verður aðeins geymd í hugskotssjónum ljósmyndarans um ókomin ár,” sagði Stefán Ingvar um þessa mögnuðu lífsreynslu.

 

 

 

Á vef Veðurstofunnar segir að silfurský megi sjá við lok júlímánaðar og fyrrihluta ágúst, um miðnæturbil. Þetta eru bláhvítar, örþunnar skýjaslæður í um 90 kílómetra hæð en fáir virðast veita þessu fagra náttúrufyrirbrigði athygli. Talið er að skýin séu samsett úr ískristöllum en hvernig þessir kristallar myndast er ekki vitað með vissu. Einnig er ekki fullvíst hvaðan vatnið kemur. Hérlendis er best að leita að skýjunum á heiðríkum nóttum um og upp úr verslunarmannahelgi á tímabilinu milli klukkan rúmlega 23 og fram undir kl. 4, en best kringum miðnættið. Lítið þýðir að leita þeirra fyrir 25. júlí vegna birtu og eftir 20. ágúst vegna þess að þá fer að hausta við miðhvörfin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is