Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2011 02:01

Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins er nú í Grundarfirði

Skemmtiferðaskipið Ocean Princess liggur nú við ankeri í Grundarfirði en skipið, sem er rúmlega 30 þúsund brúttótonn, er það stærsta sem komið hefur þangað í sumar. Skipakomurnar verða alls 16 í Grundarfirði í ár en tvö skip eiga enn eftir að leggjast að höfn, það síðasta kemur föstudaginn 2. september. Shelagh Smith á Hótel Framnesi er umboðsmaður fyrir skipið en hún sagði í samtali við Skessuhorn mikið líf vera í bænum. “Það eru alls 642 farþegar á skipinu. Um 380 fóru í ferðir í kringum jökulinn en Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er eitt helsta aðdráttaraflið hér á svæðinu. Farþegarnir eru allir enskumælandi, koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada, sem gerir öll samskipti mun auðveldari. Þessi hópur kom hingað beint frá Grænlandi og er þetta þeirra fyrsta höfn í ferðinni. Flestir eru því spenntir fyrir því að fjárfesta í hinum ýmsu minjagripum af svæðinu,” segir Shelagh.

 

 

 

 

“Í Grundarfirði bjóðum við alltaf upp á svokallað bæjarrölt sem hefur verið mjög vinsælt. Þar er gengið með gesti skipanna um bæinn og kynnt fyrir þeim lífsstíl okkar, sjávarútveginn og kirkjan er skoðuð. Göngutúrinn endar síðan í Sögumiðstöðinni þar sem öllum er boðið að smakka harðfisk og brennivín,” segir Shelagh.

Móttaka skemmtiferðaskipa í Grundarfirði fer sífellt vaxandi og lofar næsta sumar mjög góðu að sögn Shelagh, en nú þegar hafa nokkur skip boðað komu sína.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is