Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2011 12:25

„Okkur datt þessi vitleysa í hug”

Verktakafyrirtækið JBH í Borgarnesi sinnir ýmsum verkefnum, allt frá almennri jarðvinnu til kantsteypu og snjómoksturs. Blaðamaður Skessuhorns leit við á kaffistofu fyrirtækisins sem er með bækistöð sína við Sólbakka 6. Þar voru þeir saman komnir sem fyrirtækið er kennt við, eigendur þess og feðgarnir Jökull Björnsson, Björn Þorbjörnsson og Hörður Björnsson. „Við sjáum um ýmislegt og höfum verið mikið í því að steypa kanta, í lagnavinnu, frágangi á opnum svæðum og vinnu við sumarbústaðagrunna. Þetta er því ýmislegt sem við gerum en fyrst og fremst er þetta ýmis konar frágangur,” segir Hörður.  Meðal nýlegra verkefna JBH má nefna frágang við tjaldstæðið í Kárastaðalandi fyrir unglingalandsmót UMFÍ sem fram fór í Borgarnesi fyrir ári síðan.

 

 

 

 

Fyrirtækið var stofnað 2003 en þá var Jökull eini starfsmaður þess með gröfu og vörubíl. Síðan hafi þeir feðgar ákveðið að gera fyrirtækið stærra árið 2007. „Ég átti þessa hugmynd,” segir faðirinn og lögreglumaðurinn fyrrverandi Björn Þorbjörnsson. „Hugmyndin kviknaði við eldhúsborðið heima. Við vorum eitthvað að ræða málin, ég og Jökull. Okkur datt þessi vitleysa í hug, að fara út í verktakastarfsemi og verða ríkir,” segir Björn og þeir feðgar hlæja. „Við fengum síðan Hörð með okkur í lið og þannig hófst þetta.”

 

Nánar er rætt við feðgana Björn, Jökul og Hörð hjá JBH vélum í Borgarnesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is