Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2011 03:01

Ný sýning um syndaaflausn Axlar-Bjarnar frumsýnd í kvöld

Í gömlu fiskvinnsluhúsi í Rifi verður leikverk um Axlar-Björn frumsýnt í kvöld. Verkið er samið af leikaranum Kára Viðarssyni en hann fer einnig með aðalhlutverk í sýningunni, sjálfan Axlar-Björn. Hann segist vera spenntur fyrir því að sýna verkið og kvíðir ekki því að þurfa að leika fjöldamorðingja. „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi. Nú læt ég af þessu verða og Víkingur Kristjánsson sér um leikstjórn, en við höfum áður unnið saman. Maður lærði auðvitað um Axlar-Björn í skólanum og tengingin við hann er sterk hérna á Snæfellsnesinu.  Þetta var því alveg upplagt,“ segir Kári.  „Það er oft svolítið erfitt að setja sig í hans spor, því samkvæmt sögunni var hann snarbrjálaður. Þar segir að hann hafi haft þessa rosalega græðgi í að myrða en við reynum hérna að finna aðrar hliðar á honum. Vegna þess að við höfum engar heimildir um þær þá tók ég mér svolítið skáldaleyfi og skrifaði þetta út frá því sem ég ímynda mér um hann.   

 

 

 

Ég velti því svolítið fyrir mér hvernig svona þjóðsögur verða til og þær eru oft svolítið ýktar eftir miklar breytingar frá manni til manns. Eigum við ekki að segja bara að þetta sé svoleiðis breyting,“ segir Kári.

 

Fyrir þá sem ekki þekkja söguna um Axlar-Björn þá var hann mesti fjöldamorðingi Íslandssögunnar og þótti afar óvæginn og grimmur. Hann átti að hafa drepið hátt í tuttugu manns, flest allt ferðamenn sem fóru um Snæfellsnesið. Kári segir að áhorfendur geti því búist við að sjá blóðbað. „Já, það deyja einhverjir í sýningunni. Þegar ég var að skrifa handritið og þeir sem eru með mér í þessu, þá fórum við alveg frá því að enginn yrði drepinn yfir í það að allir yrðu myrtir, meira að segja einhverjir áhorfendur! Við náðum svo lendingu í þessu, svo já, það verða einhver morð.“ Kári segir að í verkinu verði farið yfir söguna frá sjónarhóli Axlar-Björns. „Þetta er einskonar syndaaflausn hans.“

 

Aðeins verða fjórar sýningar á verkinu en það kemur til sökum þess að í leikarahópnum er Breti. Hann þarf að snúa aftur á heimaslóðirnar fljótlega og því verða sýningarnar ekki fleiri, í það minnsta ekki strax. Frumsýningin verður eins og fyrr segir í kvöld, fimmtudaginn 18. ágúst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is