Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2011 02:46

Grundfirðingar öruggir í úrslitakeppni 3. deildar

Það var toppslagur í C-riðli þriðju deildar á laugardaginn þegar Álftanes fékk Grundarfjörð í heimsókn á Bessastaðavöll. Fyrir leikinn voru Grundfirðingar í toppsætinu með 29 stig en Álftanes í öðru sæti með 28 stig. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið en Grundfirðingar áttu harma að hefna því að eini tapleikur þeirra í sumar kom einmitt gegn Álftanesi á Grundarfjarðarvelli þar sem heimamenn lágu 2-0.

Leikurinn byrjaði þannig að nokkuð jafnræði var með liðunum. Bæði lið skiptust á um að sækja en náðu aðeins að skapa sér nokkur hálffæri. Það var svo Steinar Már Ragnarsson sem braut ísinn þegar hann kom Grundfirðingum í 1-0 með góðu langskoti sem markvörður Álftnesinga réði ekki við. Eftir þetta fóru heimamenn að sækja aðeins meira en gríðarsterk vörn gestanna náði að bægja öllum hættum frá og þau skot sem komu á markið náði Ingólfur Kristjánsson markvörður Grundfirðinga að verja.

 

 

 

 

Í síðari hálfleik var annað uppi á teningnum því heimamenn í Álftanesi komu mun ákveðnari til leiks. Þeir voru mikið meira með boltann í síðari hálfleik en áttu samt engin svör við sterkum varnarleik Grundfirðinga. Eftir því sem pressan hjá Álftanesi jókst þá fækkaði í vörninni hjá þeim og það var svo eftir eina skyndisókn Grundfirðinga að Steinar Már Ragnarsson náði að geysast upp kantinn og skora með góðu skoti í stöngina og inn úr þröngu færi. Hans annað mark í leiknum. Staðan var því orðin 2-0 Grundfirðingum í vil og skammt eftir af leiknum.

Grundarfjörður er nú með 32 stig á toppi C-riðils og liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Nú er það bara spurning hvort liðið lendir í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum. Berserkir eru komnir í annað sætið með 30 stig og geta tekið fyrsta sætið í lokaumferðinni ef Grundarfjörður misstígur sig á móti Skallagrími næstkomandi föstudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is