Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2011 08:01

Kalmanshellir friðlýstur við athöfn síðar í dag

Kalmanshellir í Hallmundarhrauni í Borgarfirði verður friðlýstur í dag, föstudaginn 19. ágúst. Friðlýsingarathöfnin fer fram í félagsheimilinu Brúarási í Hálsasveit og hefst kl. 15.  Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að hellirinn hafi verið kannaður og mældur upp í leiðangri íslenskra og bandarískra hellaáhugamanna sumarið 1993 undir forystu Jay Reich. Hann reyndist vera rúmir fjórir km að lengd og þar með lengsti mældi hraunhellir landsins. Hluti hellisins er töluvert hruninn. Tilefni friðlýsingar Kalmanshellis er að ein hellisgreinin, um 500 m löng, skartar óvenju glæsilegum og ósnortnum hraunmyndunum, jafnt dropstráum sem dropsteinum og telst vera náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Meðal annars er þar eitt lengsta þekkta hraunstrá jarðar, 165 cm að lengd.

 

 

 

 

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda Kalmanshelli, einstæðar jarðmyndanir hellisins og hellakerfið allt og koma í veg fyrir röskun og skemmdir á jarðmyndunum. Sérstakar takmarkanir eru á aðgangi í viðkvæmasta hluta hellisins. Umferð um hellinn er eingöngu heimil í fylgd og leiðsögn þess sem hefur umsjón með náttúruvættinu eða öðrum aðila í umboði Umhverfisstofnunar. Umferð um viðkvæma hluta hellisins, sem þegar hefur verið lokað þar sem dropsteinsmyndanir eru viðkvæmastar, er alfarið óheimil nema brýnir almannahagsmunir séu í húfi, að mati Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is