18. ágúst. 2011 09:54
Um helgina verður spiluð úrslitakeppni KSÍ hjá iðkendum 4. flokks karla, 7 manna liða. Leikið verður á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Þau lið sem komust í úrslitakeppnina voru: Skallagrímur, Einherji, Hrunamenn og Kormákur. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari úrslitakeppninnar verður krýnt sem Íslandsmeistari í lok mótsins. Leiknir verða fjórir leikir á laugardaginn og tveir á sunnudaginn. Strákarnir í Skallagrími keppa sem hér segir: Við Einherja á laugardag klukkan 13 og við Hrunamenn klukkan 15:30. Síðasti leikur heimamanna er gegn Kormáki klukkan 11:00 á sunnudagsmorgun.
Íbúar í Borgarbyggð eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja sína menn til dáða.