Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2011 06:44

Orkugeta Rjúkandavirkjunar verður nær tvöfölduð

Fyrir dyrum standa talsverðar framkvæmdir við stækkun Rjúkandavirkjunar í Fossá í Ólafsvík. Við þær mun orkugeta virkjunarinnar nær tvöfaldast, eða úr 970 kW í 1800 kW. Stífla uppistöðulóns verður hækkuð um einn metra og við það stækkar lónið úr 3500 fermetrum í 4500 fm. Skipt verður um vélbúnað í virkjuninni og þrýstipípu en hvorutveggja eru frá miðri síðustu öld. Þessar framkvæmdir eru áætlaðar á árinu 2013, en nú er unnið að undirbúningi svo sem breytingum á aðalskipulagi Snæfellsbæjar.  Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við Skessuhorn að stækkun virkjunarinnar væri skref í að auka sjálfbærni í orkuöflun í sveitarfélaginu. Framkvæmdin væri því í samræmi við græna stefnu Snæfellsbæjar í umhverfismálum. Kristinn sagði að engu að síður yrði áfram að flytja raforku inn á svæðið, en væntanlega yki stækkun virkjunarinnar öryggi ef til straumleysis á dreifikerfi Rariks kæmi. Þannig að ekki þyrfti eins mikið að treysta á varaafl frá dísilstöð og áður.

 

 

 

Kristinn segir að hluti Rjúkandavirkjunar hafi ekki verið inni á aðalskipulagi áður og því sé framkvæmdaaðilinn Orkusalan ehf. að helga sér rétt og sinna lögboðnum skyldum með því að óska eftir breytingum á aðalskipulagi. Skipulag ríkisins hefur úrskurðað að framkvæmdin er ekki háð umhverfismati. Umhverfisstofnun á eftir að veita umsögn um mörk þéttbýlis og dreifbýlis í Snæfellsbæ, en svæði utan þéttbýlis er á náttúrumynjaskrá. Fossá og Rjúkandavirkun er um 300 metra frá ystu húsum í Ólafsvík.  

 

Næstkomandi þriðjudag verður í Ráðhúsi Snæfellsbæjar haldinn opinn fundur þar sem fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi verða kynntar. Þar gefst fólki tækifæri til að koma með athugasemdir við tillögurnar sem unnar voru að Verkfræðistofu Norðurlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is