Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2011 03:47

Verðskrár sláturleyfishafa bera keim af fákeppni

Sláturleyfishafar hafa nú gefið út verðskrá vegna dilkaslátrunar í haust, en slátrun er að hefjast á næstu dögum. Athygli vekur í samanburði á algengasta flokki dilkakjöts að krónutalan sem fyrir hann er greidd er sú sama í fjórum stórum sláturstöðvum, hjá Norðlenska, KS, SAH og SS, eða 461-462 krónur á kíló kjöts fyrir algengasta flokkinn DR-3, þegar kemur fram á seinni hluta sláturtímans eftir mánaðamótin september- október. Sláturstöðvarnar borga álag fram að þeim tíma, hæst í byrjun sláturtíðar. Verðskrá ber því keim af fákeppni á markaði meðal sláturleyfishafa í landinu. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að líkt og áður muni sáralitlu á afurðaverði til bænda milli einstakra sláturleyfishafa, einkum er líði á sláturtíðina.

 

 

 

 

Í verðsamanburði í vikum 35-45 í sláturtíðinni, sem gerður er á heimasíðu Landssambands sauðfjárbænda, kemur fram að KS og SKVH greiða að meðaltali 484 krónur fyrir hvert kíló af dilkakjöti til bænda, SAH afurðir koma næst með 482 kr, þá SS og Norðlenska með 479 og Fjallalamb er lægst með 465 krónur.

Mikið virðist því vanta upp á að sláturleyfishafar hafi orðið við kröfu Landssambands sauðfjárbænda um 25% hækkun á innleggi til bænda, en sú hækkun hefði þýtt að meðalverðið yrði 573 krónur á kíló til bænda. Sigurgeir Sindri segir stöðu bænda erfiða í afurðamálunum, þar sem samkeppnislög banni þeim að semja um verð við sláturleyfishafa. Fyrrgreint afurðaverð þýðir að til bænda hækkar það frá síðasta ári um rúm 15% hjá þeim sem best borga niður í rúmlega 10% hjá Fjallalambi sem borgar minnst, en Sláturfélag Vopnfirðinga á eftir að birta sína verðskrá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is