Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2011 10:01

Ungviðið á leið út í umferðina í skólabyrjun

Grunnskólarnir taka flestir til starfa í þessari viku með tilheyrandi trítli yngstu barnanna um götur í þéttbýli. Þá reynir venju fremur á ökumenn að gæta sín því börnin eru ekki þau sterkustu í umferðinni. Þau yngstu jafnan óreynd og oft annars hugar.  Ungviðið getur tekið skyndilegar og óvæntar ákvarðanir og því er mjög mikilvægt að ökumenn og forráðamenn hafi varann á og undirbúi sig og börnin vel fyrir það sem framundan er. Sigrún Þorsteinsdóttir forvarnafulltrúi VÍS hefur tekið eftirfarandi punkta saman þar sem ökumönnum og forráðamönnum barna er leiðbeint:

 

 

 

 

 

Ökumenn þurfa að:

·       Skerpa athyglina þegar ekið er nærri skóla.

·       Virða hámarkshraða og draga jafnframt úr hraða við skóla.

·       Stoppa fyrir gangandi vegfarendum.

 

Forráðamenn ættu að fara yfir eftirfarandi þætti með börnum sínum:

·       Rifja upp regluna að líta til beggja hliða og hlusta áður en farið er yfir götu.

·       Hver er öruggasta leiðin í skólann? Muna að það er ekki endilega sú stysta.

·       Brýna fyrir börnunum að nota gangbrautir.

·       Ef barnið er byrjandi í skólanum að ganga með því í skólann fyrst um sinn.

·       Útskýra að þótt barnið sjái bílinn þá sé ekki víst að bílstjórinn sjái það.

·       Nota hjálm ef má fara á hjóli, línuskautum, hlaupahjóli eða hjólabretti í skólann og geyma hjálminn á öruggum stað.

·       Forðast að ganga þvert yfir bílastæði heldur nota gangstéttar meðfram þeim.

·       Ef barni er ekið í skólann skal gæta þess að það fari alltaf út úr bílnum gangstéttar megin.

·       Í bíl á barn að nota viðeigandi öryggisbúnað umfram bílbelti þar til það hefur náð 36 kg þyngd og öruggast er að það sitji í aftursæti þar sem það er best varið fram að 12 ára aldri.

·       Nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur þar sem barnið sést fimm sinnum fyrr en ella ef það er með endurskinsmerki.

·       Reglur sem gilda ef ferðast er með skólarútu, þ.e. að standa ekki of nærri rútunni, fara í röð, ekki troðast og spenna alltaf bílbeltin í rútunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is