Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2011 12:48

Enginn hvalur verður veiddur í ár

Forráðamenn Hvals hf eru endanlega búnir að slá af hvalveiðar í ár, en heimilt var að veiða um 150 langreyðar á vertíðinni. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson verkstjóri í Hvalstöðinni í Hvalfirði segir í samtali við Skessuhorn að uppbyggingin í Japan eftir jarðskjálftana gangi hægt, en vonir standi til að ástandið þar verði orðið allt annað og betra næsta vor. “Við lifum í voninni, erum þolinmóðir og bjartsýnir eins og við höfum verið, annars hefðum við ekki beðið í 20 ár eftir því að mega veiða hvalinn aftur. Nú förum við bara að undirbúa næstu vertíð, erum fjarri lagi búnir að gefa hvalveiðar upp á bátinn,” sagði Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Atvinnulífið á sunnanverðu Vesturlandi beið talsverðan hnekki í sumar, en hvalveiðarnar hafa útvegað um og yfir 150 manns vinnu síðustu sumur, vinnan verið mikil og uppgrip í tekjum fyrir þá sem að henni koma. Atvinnuleysið á Vesturlandi í sumar hefur mælst á fjórða prósent miðað við áætlaðan mannafla, en hefði trúlega verið með því alminnsta á landinu ef ekki hefðu orðið jarðskjálftar í Japan með alvarlegum afleiðingum, meðal annars urðu úrvinnslustöðvar fyrir hvalaafurðir fyrir miklu tjóni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is