Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2011 09:01

Útlit fyrir þokkalega berjasprettu á Vesturlandi

Í tilefni árstímans fylgir Skessuhorni sem kemur út á morgun lítið sérblað sem við kjósum að nefna; Það sem náttúran gefur. Haustið er jú tími uppskeru. Þó sýnt þyki að t.d. berjaspretta verði seinna á ferðinni nú en undanfarin ár er engin ástæða til að örvænta fyrir áhugafólk um berjatínslu. Berjaspretta á Vesturlandi virðist almennt ætla að verða í þokkalegu meðallagi og líklega hlutfallslega best á landinu hér og á sunnanverðum Vestfjörðum. Tíðindamenn Skessuhorns hafa undanfarna daga kannað berjasprettu allvíða, meðal annars í Dölum, Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Á þessum stöðum eru krækiber svört en fremur smá ennþá, en bláber eru nokkuð á eftir í þroska en lofa engu að síður góðu til dæmis þar sem lyng eru á skjólgóðum stöðum, svo sem í djúpum bölum mót suðri og við birkikjarr. En allt um þetta í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is