23. ágúst. 2011 02:01
Lögreglan á Akranesi kom manni til aðstoðar snemma morguns í síðustu viku. Sá hafði lagt upp í ferð á reiðhjóli, vel við skál og í engu ástandi til að vera á ferðinni. Maðurinn hafði steypst á höfuðið þannig að flytja þurfti hann á sjúkrahús til aðhlynningar þar sem sár hans voru saumuð. Þá hafði lögreglan í vikunni afskipti af 16 ára unglingum sem taldir voru ölvaðir. Einn þeirra reyndist vera með bjór á sér og var honum ekið heim til foreldra. Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir umferðarlagabrot í vikunni, þar á meðal voru níu ökumenn staðnir að of hröðum akstri. Fjórir voru sektaðir fyrir að leggja bifreið sinni ólöglega og einn fyrir að nota ekki öryggisbelti.