23. ágúst. 2011 04:00
Fiskistofa hefur að ósk sjávarútvegs-ráðuneytisins tekið saman tölur um vinnslu makríls á yfirstandandi vertíð. Samkvæmt tölum stofnunarinnar sem ná fram til 10. ágúst sl. fer innan við 9% af veiddum makríl til bræðslu og um 91% til vinnslu. Af um 150 þúsund tonna heildaraflamarki Íslands á þessu ári voru 99 þúsund tonn komin að landi 10. ágúst síðastliðinn. Þar af fóru 9 þúsund tonn til bræðslu og 90 þúsund til vinnslu, ýmist fryst eða ísað.